Sænsk skipulagni

Í morgun mætti ég í vinnuna öllum að óvörum. Það kom mér svo aftur að óvörum, vegna þess þetta er fasta vinnuhelgin mín. Það kom svo uppúr dúrnum að allir héldu að ég hefði tekið mér frí. Vissulega hafði ég beðið um frí fyrir þremur vikum til mánuði, en ég hætti við að taka það og lét vita af því með tveggja vikna fyrirvara. Það komst ekki til skila. Önnur manneskjan sem átti að skila því fór til útlanda, hin hafði gleymt því. Það var hinsvegar ekkert vandamál að koma mér einhversstaðar að í búðinni. Og að minnsta kosti fór ég ekki heim um kvöldið haldandi að ég ynni á skipulögðum vinnustað.