Ég vildi að ég væri kominn aftur til Finnlands. Ég veit ekki hvað veldur þessari löngun, en hún er til staðar. Hún má teljast skrýtin í því ljósi að mér leið afar illa í Finnlandi. En það var auðvitað ekki landinu sjálfu að kenna.
Mér gengur ekkert að skrifa. Ég er allur í morgundeginum og líðandi stund má gjalda þess dýrt.
Ég er afar timbraður.