„… Það hafi þó orðið ofan á að Bandaríkjaforseti hafi fallist á tillögu Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að fastri viðveru orrustuþotna Bandaríkjahers hér á landi verði hætt og að breyttar aðstæður og álag á Bandaríkjaher í öðrum heimshlutum hafi valdið mestu þar um.“
-Tekið úr Morgunblaðinu.
Já, herra Bandaríkjaforseti, yður verður sérlega mikill liðsauki í þotum órum, hvurjar fjórar eru, af gerð sem varla er lengur brúkuð. Er þetta mál alltsaman í alvörunni ekki grín? Viðræður um „varnarliðið“. Fer þetta ekki bara beint á haugana?
Mér finnst annars stórfyndið, verð ég að játa, að tekið skuli fram að tillögur Íslendinga hafi verið metnar mikils. Því í fyrsta lagi, þá voru þær ekki metnar mikils, í öðru lagi, tillögur hvaða Íslendinga? Má segja svona þegar tillagan kemur frá einum, jafnvel tveimur, Íslendingum?
Heyriði, í tilefni þessa, lag dagsins: You and Whose Army, með Radiohead.
úff, það er gott lag
Hey, það virkaði nú þegar „við“ fórum í stríð!
Já, satt segirðu. Ég þyrfti eiginlega að drífa mig niður til Guðsteins, kaupa hatt og éta hann 😉
Þetta er gamla góða sagan: „Ég sagði ekki ALLIR Íslendingar“. Piff.
Á hvaða plötu má finna þetta lag?
Amnesiac.