Senn vorar

Allt gengur eitthvað svo frábærlega þótt ekkert sé fullkomið. Ég er springandisk úr hugmyndum, skáldferillinn hefur tekið vaxtarkipp án verkja, ég hef endurheimt stjórn á náminu, ég er þvísemnæst kominn með vinnu á Borgarbókasafninu, upplestur í uppsiglingu, starfslok á vinnustað dauðans væntanleg innan sex vikna og, best af öllu, senn kemur vorið. Aukinheldur tekur nú við örstutt tímabil greinaskrifa, ætla að reyna að vera duglegur og skrifa grein fyrir hvert vefrit sem ég er penni á (þau eru þrjú, tæknilega séð fjögur), svo og að senda pistil í skólablaðið Steingerði um menningarmál auk örfárra ljóða og jafnvel prósa.

Í þetta hef ég metnað en enn á ég eftir að semja niðurstöðu og inngang að ritgerðinni minni stóru. Það er svei mér þá forgangsröðun í lagi.