Vinna – keppni

Tók að mér að vinna aukalega í dag. Þegar þangað var komið datt mér í hug að kíkja á vaktaplanið, sjá hvern ég væri að leysa af. Það reyndist vera skólabróðir minn. Við hliðina á nafni hans stóð „í prófum“. Fannst það segja dálítið um mig að líklega er ég einn um að hafa ekki opnað bók ennþá.

Hvað ljóðgreiningarkeppnina snertir þá er hún búin. Eiginlega langar mig ekki að segja hvað ég hafði í huga þegar ég orti hið margræða ljóð, það komu upp svo skemmtilegar túlkanir á því. Best fannst mér túlkunin hans Ásgeirs, að ljóðið vísaði í sjálft sig. Ásgeir komst ennfremur manna næst réttu svari, þar sem hann minntist á Mile High Club í samhengi við fjórðu vísbendingu. Þeir sem greiða fyrir flugmiða til þess eins að brúka salernið eru vissulega í þeim félagsskap. Ójá. Ljóðið orti ég þó ekki um salakynnin utanum, heldur um sjálft flugvélaklósettið. Já, mér fannst það fyndið þá. Þetta ætti að vera hverjum þeim augljóst sem les kvæðið núna, þegar ég hef ljóstrað þessu upp. Ég vil þó lýsa yfir að þetta er hið fyrsta og hinsta skipti sem ég vísvitandi sem svo lágkúrulegt ljóð.

Annars er í dag dagur bókarinnar. Því er ekki úr vegi að óska Þorkeli sérstaklega til hamingju með afmælið.