Guð!

05.40.11 • Forsaga íslenskrar tungu • (5e) • Vor

Gotneskir textar og meginatriði gotneskrar málfræði með samanburði við norrænu; rúnalestur; valin viðfangsefni úr frumnorrænni málsögu.

Guð hve mig langar! En ég má ekki. Má ekki! Hvers eigum vér nýnemar eiginlega að gjalda?! Að ógleymdu:

05.40.24 • Goðafræði Snorra-Eddu • (5e) • Vor

Efni námskeiðsins er goðafræði í Eddu Snorra Sturlusonar. Verður einkum fengist við Snorra-Eddu frá heimildafræðilegu sjónarmiði, þ.e.a.s. gildi ritsins sem heimildar um norrænar goðsagnir og hinn heiðna arf og helstu vandamál þar að lútandi. T.d. verður hugað að hlutverki munnmæla og kvæða um goðin í ritinu og meðal helstu samanburðartexta eru ýmis eddu- og dróttkvæði sem fjalla um goðfræðileg efni. Spurt verður um varðveislu þess háttar efnis eftir kristnitöku og fram á daga Snorra, hugsanleg kristin áhrif (s.s. frá kristnum fræðsluritum miðalda), en þar að auki verða athuguð áhrif sjálfs höfundarins á efnið og tilgang Snorra með ritinu. Markmiðið er að kynna fyrir stúdentum grundvallarvandamál og aðferðir í rannsókn Snorra-Eddu sem heimildarrits um norræna heiðni og goðsagnir og mikilvægi hennar og sérstöðu á því sviði og fyrir forníslenska bókmenntasögu.

Ég tek andköf!

6 thoughts on “Guð!”

  1. Forsagan er eitt skemmtilegasta námskeiðið sem ég tók í íslenskunni, ekki síst vegna þess hvað gotneska er dásamlega skemmtilegt tungumál.

  2. Heyrðu já, ég á ennþá eftir að fá gotneska Faðirvorið frá þér. Geturðu sent það?

Lokað er á athugasemdir.