Fyrst ég minnist á Nietzsche er kannski ekki úr vegi að birta hér minn skilning á hugmyndum hans um ofurmennið.
Ofurmennið er ekki einhver einn maður, heldur hefur hver og einn burði til að verða ofurmenni, einhver sem getur tekið af skarið, mannkyni öllu til framdráttar. Í þessu sambandi segir Nietzsche að Guð sé dauður; maðurinn hefur komist eins langt og hann kemst gegnum trú sína á Guð. Maðurinn sé eini mælikvarðinn á sjálfan sig.
Að þessu leyti eru kenningar Nietzsches existensíalískar, en aldrei nasískar. Ofurmennið er ekki sterkur leiðtogi eins og fasistar hömpuðu, heldur sá sem hefur getuna og viljann til að fara lengra, í þágu framfara, sér í lagi á tímum þegar fólk er reiðubúið að halda sem fastast í úreltar kreddur (eins og fólkið í Svo mælti Zaraþústra, sem virðist hálf úrkynjað). Trúin á Guð er því ekki leiðin til framþróunar, heldur máttur einstaklingsins. Þetta er grundvallarexistensíalismi.
Og nei, existensíalismi á ansi lítið skylt með tilvistarkreppu.
Jamm, ég hef mjög svipaðan skilning á Ofurmenninu og þú.
Ofurmennið finnst mér vera vitlaus þýðing. Frekar ætti að tala um „yfirmenni“. Minn skilningur á því sem Nietzsche ræðir um í þessu samhengi er að „yfirmennið“ er í raun ekki ákveðir einstaklingar, heldur er þetta ástand eða takmark fyrir fólk. Það grundvallast á því að hafna öllum ríkjandi gildum og viðmiðum og búa til sín eigin, á forsendum einstaklingsins sjálfs.
Nietzsche vildi meina að þegar fólk áttar sig á því hvað hann meinar með „guð er dauður“ þá eru gildi og viðmið samfélagsins þegar byrjuð að hrynja, og þá er leiðin greiðari í átt að „yfirmenninu“ – eða svo skil ég það.
„Yfirmenni“ myndi þá vísa til þess að maður stígur yfir viðmiðin og gildin.
Jamm, semsagt sama álit og mitt 🙂 Ég nefnilega skrifaði upphaflega lengri færslu, en fannst ég endurtaka mig svo oft að ég stytti hana niður í þetta.
Kúl 🙂