Punktar um gærdaginn

* Starfsfólki Menningar- og fræðslusviðs Reykjavíkurborgar var boðið að skoða landnámsbæinn í Aðalstræti í gær. Það var mögnuð sýning. Um morguninn sat ég fyrirlestur í Gerðubergi, þar sem menningarstefna Reykjavíkur var krufin til mergjar. Mjög áhugavert allt saman, svona á öðrum vinnudegi.
* Fór á Der Freischüts í gærkvöldi. Sungið var á íslensku, sem er glæpur. Pabbi var flottur, sömuleiðis skálkurinn, gaman að sjá Þorvald í kórnum.
* Flottasta afmæli sem ég hef komið í strax á eftir. Svo er líka alltaf góð stemning á Iðnó.
* Maður einn sagði mér að það mætti furðu sæta að ég væri ekki meiri höstler miðað við ótvíræða mannkosti. Það fannst mér fyndið.
* Ég lifði af heila bæjarferð án þess að fá mér Kebab.
* Valsað milli bars og borða á Celtic Cross. Ég valsa hvert sem ég fer, skil það tæpast sjálfur …
* Vinur manneskju sem ég þekki sagði afar ljóta hluti um hana við mig. Kem því varla í orð hve mér gramdist það. Þannig skyldi engum líðast að tala um vini sína, sér í lagi við mig.
* Ég, eins og alltaf, eyddi kvöldinu í að reyna að hindra aðra í að fara heim. Ekkert drykkjuþol hjá þessum ungdómi.