Að liðnu gærkvöldi

Vá hvað gærkvöldið var magnað. Ég mun lengi muna það. Kann öllum bestu þakkir fyrir.

Þær fréttir fékk ég raunar dálítið seint að umsjónarkennarinn minn í 8. bekk, Kristín Hafsteinsdóttir, er dáin. Það fyrir tveimur árum. Ég kunni alltaf afar vel við hana og hún fær sérstakan kafla í minningabálkinum um Laugarneshverfi þegar þar að kemur. Það er nefnilega nokkuð sem þarf að gera upp, visst óréttlæti gagnvart henni sem mér finnst ekki seinna vænna að benda á, þó fullseint sé í ljósi tíðindanna.

Í dag fékk ég svo önnur stórtíðindi sem fela í sér miklar breytingar á komandi mánuðum. En það kemur allt saman betur í ljós síðar hvaða breytingar það verða. Þessa dagana eru tvær hliðar á öllum málum. Venjulega er það þannig að hlutirnir eru góðir eða slæmir, en ekki núna.