Við Reynisvatn

Í morgun, á þessum fallega en mishlýja degi, fór ég með Bókabílnum upp í nýrri hluta Grafarvogs og Grafarholt. Útsýni að norðan yfir Reynisvatn er afar fallegt, en úr hinni áttinni blasa við ljótir bráðabirgðaskúrar Ingunnarskóla auk heldur ókræsilegra fjölbýlishúsa. Þá gildir, á góðum morgni sem þeim, að horfa aðeins í aðra áttina. Og láta sig dreyma.