Leit auga þitt nokkuð fegra?

Já, Tómas, en mikið helvíti komstu nærri því. Ljóð dagsins, Í vesturbænum, úr bókinni Fagra Veröld, er tileinkað öllum þeim dögum sem eru fegurri en þessi.

Það kvað vera fallegt í Kína.
Keisarans hallir skína
hvítar við safírsænum.
En er nokkuð yndislegra
– leit auga þitt nokkuð fegra –
en vorkvöld í vesturbænum?

Því þá kemur sólin og sezt þar.
Hún sígur vestar og vestar
um öldurnar gulli ofnar.
Og andvarinn hægir á sér.
Ástfangin jörðin fer hjá sér,
unz hún snýr undan og sofnar.

Hér gnæfir hin gotneska kirkja.
Hér ganga skáldin og yrkja
ástaljóð úti við sæinn.
Og ungir elskendur mætast,
óskir hjartnanna rætast,
er húmið hnígur á bæinn.

– Tómas Guðmundsson.