Hraundrangi

Ekki skal heldur gleyma að ég dró Alla með mér upp að Hraundranga í Öxnadal. Ég var kominn upp talsvert á undan Alla, svo ég átti stund þar uppi, einn með sjálfum mér, einn í heiminum, ég og dranginn.

Ástarstjörnuna vantaði þó því miður, enda vorum við þar um síðdegið. En ég fann kraftinn í umhverfinu engu minna. Stund til að hugsa skýrt, fjarri öllu öðru en náttúrunni og niðnum í lækjunum sem streymdu ofan fjallið. Og þetta var aðeins byrjunin á sams konar upplifunum. Enn er Skaftafellið eftir, þó ég nefni ekkert fleira.

Café Amour

Ekki eins rómantískt og maður gæti haldið, sér í lagi á kvöldin, þegar dýrin hið innra fara á stjá.

Annars skartar Akureyri sínu fegursta. Eins og alltaf. Aldregi verður til ófögur Akureyri, sama hvað himpigimpið hann Orfeifur segir.

Já, og fornbókabúðin hér er dásamleg. Þar keypti ég mér nýjan Þórberg í safnið, og Góða dátann, það væri enda með öllu ótækt að sleppa tækifærinu til að losa sig við kiljuskræður í stað innbundinna doðranta.

Sauðárkrókur er skrítinn …