Hraundrangi

Ekki skal heldur gleyma að ég dró Alla með mér upp að Hraundranga í Öxnadal. Ég var kominn upp talsvert á undan Alla, svo ég átti stund þar uppi, einn með sjálfum mér, einn í heiminum, ég og dranginn.

Ástarstjörnuna vantaði þó því miður, enda vorum við þar um síðdegið. En ég fann kraftinn í umhverfinu engu minna. Stund til að hugsa skýrt, fjarri öllu öðru en náttúrunni og niðnum í lækjunum sem streymdu ofan fjallið. Og þetta var aðeins byrjunin á sams konar upplifunum. Enn er Skaftafellið eftir, þó ég nefni ekkert fleira.

2 thoughts on “Hraundrangi”

  1. Úff… þynnkan í þessari fjallgöngu var að drepa mig hehe… svo fann ég þig ekki og klöngraðist upp á tvær heiðar að leita og fann þig svo þegar ég sá reykinn frá sígarettunni þinni hehe.

Lokað er á athugasemdir.