Maður hlýtur að spyrja sig, þegar félagar í sama kúrsi og maður sjálfur reyna að fá mann til að sólunda heilu kvöldi á kaffihúsi, hvort þeir hafi ekki fengið viðfangsefni tímans daginn eftir sent í pósti?
Í það minnsta fór mitt kvöld eftir vinnu í að lesa Nietzsche-greinina yfir í rólegheitunum. Á morgun geri ég svo ráð fyrir að vera á Hlöðunni fyrri part dags að klára restina af því sem sett hefur verið fyrir.
Það er aftur orðið gaman að læra. Eins gott líka, það er svo margt annað sem ég er orðinn þreyttur á.