Ef það hvarflaði að einhverju ykkar að ég væri ekki mestur allra snillinga er stigið hafa spor sín þung á jörðu þessari þjakaðir af ómælandi dýpt eigin speki og byrði allrar jarðneskar vitneskju, þá skal ég taka af öll tvímæli um það með lítilli sögu sem varðar síðustu færslu aðeins lítillega. Sögu af því er ég fór út yfir endimörk eigin skynsemi.
Ég las vitlausa grein fyrir morgundaginn. Það verður alls ekki fjallað um Nietzsche, ekki neitt. Sjá, þar fer meistarinn eini sanni! Sjálfur kondór alls skilnings og skynjunar, hvað sem það er, og sjá hve spakur hann er!
– og sjá, hvað klukkan er orðin …