Sá mikli áhugi sem ég eitt sinn hafði á hljóðfræði er alveg fokinn út um gluggann. Liggur við að ég öfundi bókmenntafræðinema að fá að rúnka sér yfir bókmenntum daginn inn og daginn út í stað þess að lesa þessa epík: „Greinimörkin sem notuð eru [til að greina á milli samhljóða s.s. [i] og [j], innsk. bloggara], t.d. hljóðmyndun, hljóðgildi og atkvæðisgildi, eru hverful og geta brugðist á úrslitastundu.“ Eins gott að hafa það á hreinu þegar heimurinn rambar á barmi hljóðmyndunarlegra ragnaraka. Nei, þá hringi ég heldur í fónembösterana Kristján Árnason og Jörgen Pind.
3 thoughts on “Vandamál dagsins”
Lokað er á athugasemdir.
Raunar var dálítið fyndið að lesa fræðilega útskýringu á mar-framburði á orðinu maður.
Til hvers að öfunda þegar þú getur bara skipt?
Náðu þér í Catford (introduction to phonology, eða eitthvað álíka). Skemmtilegast hljóðfræðibók sem hægt er að lesa. Með verklegum æfingum.