Nú príla menn hver yfir annan á kommentakerfum bloggsíðna hafandi eftir nákvæmlega sömu frasa um hvalveiðar og næstu menn á undan. Það er ástæða fyrir því að ég nenni varla að tjá mig um þær.
Mér finnst allt í lagi að veiða þetta, á sömu forsendum og mér finnst allt í lagi að veiða aðrar skepnur. Ég rakst hins vegar á þessa vefsíðu gegnum Hildi. Það er afskaplega auðvelt að missa sig, og meðan mér sýnist engin vitsmunaleg umræða geta átt sér stað, þá er kannski bara betra að sleppa þessu.
Hvað gerir maður ekki fyrir Asíu, sérstaklega Japan.
Skemmtilegt að sjá að enn eru til menn með skoðanir, ekki bara fólk með djammsögur og sjálfsvorkunn.
Já, ég reyni að halda því í lágmarki.