Próflestur

Síðasta prófið er á morgun. Það er ágætt, þetta er farið að hafa sín áhrif á mig, meira að segja vinnufélagi minn hafði orð á því við mig að ég hafi ekki verið eins og ég á að mér að vera. Ég er í það minnsta fremur djúpt sokkinn inn í sjálfan mig orðið, á erfitt með að tjá mig um annað en námsefnið.

Til að sporna við þessu hef ég síðustu daga reynt að endurheimta snefil af rökhugsun og lesið fréttabréf James Randi mér til ánægju og yndisauka. Það hefur raunar ekki hjálpað neitt sérstaklega, en það er góðra gjalda vert engu að síður.

En nú eru það Fromkin, Rodman, Hyams eða dauðinn. Ég held ég öskri.