Daily Archives: 7. janúar, 2007

Á milli daga 0

Ég lýsi yfir að dagurinn í dag er sá dagur sem fellur á milli daga og er því ekki dagur í neinum skilningi. Þess vegna hlusta ég á In Between Days með Cure. Fann snert af eilífðinni á Brennslunni sem nú er yfirborðslaus á yfirborðinu, en það var kannski stundarbrjálæði. Enda eilífðin ekki til í […]

Lífið er leikur 0

Stóð fyrir stundu við suðurgluggann á íbúðinni og reykti. Í efsta glugga húsagarðsins á móti sá ég spegilmynd lítillar telpu hoppa á rúmi á fjórðu hæð hússins við hliðina. Hún hoppaði án afláts, og án sýnilegrar skemmtunar. Það var undarlega róandi á að horfa. Og kannski er lífið einmitt spegilmynd af slíkum leik sem ætíð […]

Djamm segirðu? 0

Í öllu falli var gærkvöldið áhugaverð mannlífsstúdía, þótt ekki yrði meira sagt. Skúli átti afmæli og óskist honum enn og aftur til hamingju með það. Ég fór raunar heim snemma vegna fullstífra lifraræfinga en endaði samt inni á skemmtistað í stutta stund, hafði í það allra minnsta vit á að drekka ekki neitt meðan ég […]