Í dag

Eftir furðulega martröð um að málstofan um ljóðlist sem ég sæki á þessari önn hefði reynst vera hræðilegt gubbs galore fór ég í bókabúð. Fékk mér til eignar Animal Farm og 1984 eftir Orwell, saman í bók á spottprís, 2004 eftir Hauk Má og Riddarann sem var ekki eftir Italo Calvino, sem kúrði ofan í skúffu, falin grunlausum almenningi.
Þegar ég kom heim beið mín dularfullur pakki frá Hollandi sem reyndist vera nýjasta breiðskífa Radiohead, In Rainbows, í sérstakri viðhafnarútgáfu sem inniheldur aukaplötu auk plötunnar sjálfrar, báðar á vínyl, og texta- og myndabæklinga. Allt pakkað saman í smekklega öskju sem fer illa í allar almennilegar hillur, þannig að hún fær að kúra í viðbjóðslegu stálhillunni ásamt öðrum vandræðagripum.
Aukaplatan er að mestu leyti flott, eins og breiðskífan sjálf. Held ég hafi alltaf átt eftir að blogga um hana, en svo er aldrei að vita nema það endi sem grein einhversstaðar.