Daily Archives: 11. mars, 2008

Get víst ekki kvartað 0

Ég get víst ekki sagt annað en að það sé talsvert fremdarástand hér heima í kvöld. Annars um hverfandi frumspeki hlutanna: Ég er ekki frá því að kaffið mitt hafi hér áður fyrr haldist heitt í bollanum lengur en tvæmínútu. Það mun ekki lengur svo. Ég krefst svara.

Lesefnið 0

Ragnar loðbrók eignaðist ægimarga syni. Einn þeirra hét Ívar, fæddist beinlaus og var mest manna gefinn um fríðleik, vitsmuni og fjölkynngi. Vegna fötlunar sinnar var hann jafnan borinn um af bræðrum sínum ýmist á stöngum meðan hann lagði á ráðin um að tortíma heilu byggðarlögunum eða á skildi ef í bardaga. Það finnst mér fyndið. […]