Heimsvaldastefnan og allir afturhaldsmenn eru pappírstígrar

Pabbi kom frá Barcelona í dag, færandi hendi með sígarettur og gamaldags vekjaraklukku með Breakfast at Tiffany’s skífu.

Þar áður keypti ég Rauða kverið í þýðingu Brynjólfs Bjarnasonar hjá Braga bóksala, eins og einhverjum hefði þegar getað dottið í hug.

Auk þessa, á sama degi og Eiríkur opnar glænýja og fína heimasíðu, kom út hjá Nýhil bók Ármanns Jakobssonar, Fréttir af mínu landi (ekki Bók dauðans, semsé …).

Dagurinn var annars fábrotinn, ég stóð vaktina á bókasafninu eins og venjulega, stundaði sitthvað snatt eins og venjulega og svo framvegis og svo framvegis. Ég hef raunar svikist nokkuð undan háskólablogginu en ég reyni að halda því áfram samviskusamlega á morgun. Fann svo Vangelisdiskinn minn, sem er lesendum þessarar síðu ekki rassgat fréttnæmt. En það gladdi mitt litla hjarta.