Af aðferðum stúdents

Þegar ég vinn með textaskjöl hef ég jafnan algengustu táknin í handraðanum svo ég þurfi ekki að eyða tíma að gera þau í hvert sinn heldur geti einfaldlega límt þau í skjalið þar sem við á. Áðan voru það íslenskar gæsalappir sem mér fannst taka of langan tíma að gera fyrir hvert tilvik, svo ég kópíeraði þær. Einhvern veginn tókst mér þó að kópíera óvart setningu úr netsamtali í millitíðinni með þessum afleiðingum:

Ástæðan fyrir því að hluti goðorðsmanna gat skattlagt bændur á tilteknu landsvæði er væntanlega sú að valdahlutföll heima í héraði höfðu raskast. Fokk, annars, hvað bókmenntasaga Stefáns Einarssonar er mikið drasl!

Fyrriparturinn er úr grein eftir Sverri Jakobsson, svo ég verði nú örugglega ekki ásakaður um ritstuld.