Kynslóðaskiptin

Nú er ég ekki mikið fyrir að láta stimpla mig sem eitt eða neitt. En þetta n-kynslóðatal þykir mér nokkuð skrýtið ef marka má Wikipediu. Á einum stað segir hún að X-kynslóðin sé fædd 1965-1982 og Y-kynslóðin 1988-2000 á einum stað, 1980-1994 á öðrum stað. Þá stendur annarsstaðar:

Digital technologies began to emerge (in a mass sense) largely during the teen years of Generation X (1965-1987). Generation X willingly embraces the technologies they saw evolve into consumer durables.

Þetta finnst mér passa við mig, ólíkt Y-kynslóðinni:

Generation Y (1989-2000) have enjoyed the luxuries of digital technology their entire lives including the massive and lucrative video game industry.

Þetta seinna hljómar eins og litli bróðir minn. Ég á hinn bóginn ólst ekki upp við farsíma, hraðbanka, fartölvur eða internet. Ég ólst upp við poppkúltúr síðari hluta níunda áratugarins og fyrri hluta þeirra tíundu, allt frá New Kids on the Block til Nirvana, Pulp til Radiohead. Íslenska pönkbylgjan var í rénun þótt enn sæjust grænhærðir strákar í leðurjökkum þegar ég flutti í Laugarneshverfið og póst-pönkið tók við í Bandaríkjunum. Þótt fyrsti hraðbankinn kæmi til Íslands gegnum Útvegsbankann 1988 sá ég ekki slíkan fyrr en aldamótaárið 1994 í Sparisjóði vélstjóra. Farsímum man ég ekki eftir fyrr en kringum 1997 og þá aðallega meðal þeirra sem áður höfðu átt bílasíma. Internetið sá ég fyrst ári síðar þótt þá væru fjögur ár liðin síðan það var fært almenningi. Ég man Billy Corgan með hár, Nick Cave án skalla og Kurt Cobain lifandi. Uppúr þeim aldahvörfum kom tæknin.

X-kynslóðin mun hinsvegar upphaflega hafa verið skilgreind sem kaldastríðskynslóðin, en henni lýkur með okkur sem munum að einu eða öðru leyti eftir Sovétríkjunum og falli Múrsins. Y-kynslóðin sem aldamótakynslóðin – hvað svosem það þýðir. Við vinirnir duttum í fyrsta sinn íða við aldaskiptin ef það telst með (við miðuðum við 1999-2000, og ég fullyrði að það er ekki til verri leið til að hefja nýja öld).

Eða hvað? Lendi ég kannski einhversstaðar á milli? Er ég kannski bara af Nintendokynslóðinni? X-kynslóðin sá Víetnam, N-kynslóðin fædd á krepputímum sá Sega-Nintendostríðið og Persaflóann, Y-kynslóðin fædd neðst í uppsveiflu stríðið milli markaðsafla ungmenningar þar sem allt hét i-Eitthvað? Er ég alveg í ruglinu hérna?