Opnað í bili

Fólk er farið að röfla í mér að opna síðuna aftur. Engu að síður hef ég ekkert að segja frekar en fyrri daginn. Þori ekki að geta mér þess til hvaða ánægju er að hafa af sífrinu hérna.

Skólinn byrjaði á mánudaginn og ég hef enn ekki gerst svo frægur að mæta á einn einasta fyrirlestur. Ég enda skipulegg námið utan um vinnuna, ekki öfugt.

Á þessari önn er ég þó skráður í einn áfanga sem ég hef áhuga á. Sem er ágætlega sloppið. Einu sinni langaði mig að verða fræðimaður. Ég hef kynnst dáldið af fræðimönnum síðan og finnst það ekki eftirsóknarvert – að þeim ólöstuðum.

Mér finnst bara best að hafa hlutina einfalda. Og mig langar ekki að verða neitt þegar ég „verð stór“. Af þeim sökum finn ég mig sífellt á byrjunarreit.