Skilaboð til lesenda

Skylduverk dagsins er að hlusta á etýðu opus 10 nr. 3 í E-dúr eftir Chopin. Lesendur mega ímynda sér að þeir séu staddir einhversstaðar í Evrópu að sötra rauðvín á svölum í volgum vorandvaranum með hálfnakinn elskhuga dormandi á sólstól með tequila sunrise og Blóm hins illa eftir Baudelaire meðan sólin strýkur ykkur um vangana og greddan eykst jafnt og þétt með brjóstaskorunni í miðju sjónsviðinu undan vafasömum blaðsíðum Við sundin blá eftir Tomma Gumm.

En sjálfum nægir mér tónlistin.

Hlustið svo á op. 10 nr. 6 í Es-moll; finnið hvernig hringlandi örvæntingin lýsist upp með örlitlum neista vonar en hrapar svo niður í hina herfilegustu angist. Stundum held ég að ég hefði riðið Chopin hefði ég verið uppi á sama tíma. Svo man ég að mér nægir tónlistin.