Farinn, Ísland brenni á meðan

Plís byltið á meðan ég er í burtu að ríða og drekka bjór í saunaklefa, ókei?

Lesið svo grein Hauks Más og rifjið upp eilífu gildin.

Ef Ísland verður ekki yfirtekið þegar ég kem tilbaka verð ég hissa. Þaðan af síður er neitt einasta víst að ég komi tilbaka ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verður kominn til að rústa því litla sem eftir er.

FME

Kaupþing rúllaði í nótt, ef búið var að ganga frá sameiningunni valt Spron vænti ég líka. Er minn banki þá einn eftir? Ég hef hvergi séð neinn velta vöngum um stöðu Byrs í öllu þessu – sem var reyndar rekinn af sveitarfélögum síðast ég vissi. Á sama tíma halda Bretar dauðahaldi í innistæður IceSave með hryðjuverkalögum. Kaldhæðið að fyrir rúmri viku „óraði engan fyrir þessu“.

Nei, ég held það verði bara gott að komast úr þessu eitt andartak, sama hvað það kann að kosta mig í biskupum og brókarsýktum dætrum þeirra. Ég er búinn að fá nóg í bili.

Helsinki – Tampere – Jyväskylä

Ég sé bara pappír þegar ég blaða í evrunum mínum, tel þær, kasta yfir höfuð mér og hlæ kapítalistalega með sjálfum mér. En mér er sagt að á þeim megi lifa í mánuð á Spáni, að húsaleigu undanskilinni. Þær kostuðu 56 þúsund krónur. Fyrir mann sem reykir hvorki né drekkur ætti að vera einfalt mál að lifa á þessu hér í jafnlangan tíma. En til allrar hamingju reyki ég bæði og drekk í algjöru óhófi. Til þess er fríhöfnin að bjarga mér um það.

Og nú fyrst ég hef tekið peninga útúr raunbankanum á ímynduðu gengi get ég farið að lækka eigin stýrivexti til að fjárfesta innistæðu mína í gleðibankanum í kvenlegum atvinnutækjum Finnlands. Miðað við núverandi gengi á ég nefnilega minni séns í erlenda markaði hér heimavið, og innlendi markaðurinn heillar ekki beinlínis. Framleiðslan ætti að verða gífurleg innspýting fyrir þjóðarbú sjálfs mín.

Ég verð þar í 10 daga. Bölvun og blessun sem það samtíðis er.