Bókmenntaleiki

„Vi kan godt opfatte retoriske virkemidler som redundans, som fyld er skal påvirke ved sin flothed eller skønhed, men vi må stadig huske at det litterære indhold i teksten ikke er det samme som det logiske indhold.“

Mér þykir leitt að geta ekki vísað til heimildar þar sem þetta er bara dreifildi sem við fengum í skólanum – og biðst fyrirfram forláts á útúrsnúningnum frá raunverulegu viðfangsefni greinarinnar þar sem ég fellst á meginforsenduna í tilvitnuninni. En mér þætti nú samt vænt um að allt tal um bókmenntaleika fengi að víkja uns fræðimenn nenna að útskýra hvað þeir eiga nú eiginlega við þegar þeir tala um hann.

Sumir eru til dæmis þeirrar skoðunar að ljóðrænulaus ljóðlist sé ómöguleg, að ljóðrænan sé þá hið bókmenntalega í textanum. Þá, samkvæmt danskinum hér að ofan, mætti textinn allteins vera bull svo lengi sem hann héldi ljóðrænum eiginleikum sínum.

Og hvað er þá ljóðræna, nú eða lýrík? Það gæti reynst erfitt að svara því. Sjálfur er ég ekkert of hrifinn af því að setja listinni einhverjar fræðilegar skorður, síst af öllu ef krafan um skilgreiningu á bókmenntum innifelur einhvern bókmenntaleika eða lýrík sem enginn veit hvað er. Þar til hömlurnar leiða sjálfar sig í ljós ætti því að vera eðlileg krafa að fræðimenn gíni ekki við þeim einsog heilögum sannleik.

Bókmenntaleiki er kjaftæði frá mínum bæjardyrum séð þar til sýnt er fram á hið gagnstæða með sannfærandi rökum og hann skilgreindur svo viðunandi sé. Ég fellst þar af leiðandi á tilvitnunina í því samhengi sem ég lagði hana upp í: að vitrænt innihald texta sé óháð ljóðrænu hans eða bókmenntaleika, enda geti skáldskapur verið eins óljóðrænn og óvitrænn og höfundi hans sýnist.

3 thoughts on “Bókmenntaleiki”

  1. Hvað í andsk er bókmenntaleiki? Veistu ég gúgglaði þetta og halló, kemur ekki bara þessi færsla upp í margskonar samhengjum…
    …ég veit, ég er fávís kona.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *