„Skáldið og heimspekingurinn varð að sitja dag eftir dag inni í köldu herberginu og skjálfa úr kulda. Rétt fyrir jólin gekk hann í snjó og stormi suður í Hafnarfjörð til þess að fá léðan kogara til að hita upp með herbergið. En kogaraupphitunin var alltof dýr fyrir skáldið og heimspekingurinn átti erfitt með að þola olíustybbuna af kogaranum, svo að hann hætti við að hita upp herbergið. Og svo komu frost með austanbyljum, sem snerust í útsunnanrok, sem enduðu með bitrum norðangörðum. Og gluggi skáldsins varð að einni íshellu og öll fljótandi efni frusu inni í herberginu hans og herbergið varð grátt, og skáldið fór á fyllerí í spólu og spírithus konsentratus til þess að halda á sér hita.“
– Þórbergur Þórðarson, Stóra handritið bls. 199-200.
Nærtækasta dæmi samlíðunar: Ég gekk einu sinni ölvaður í Hafnarfjörð um hásumar. Í Finnlandi gekk ég eitt sinn nokkurra kílómetra vegalengd á skyrtunni einni um hávetur og sökk upp að öxlum niður í snjóskafl, en var fljótur að hífa mig aftur uppúr. Það liðu rúm tvö ár á milli atvikanna.
Yfirborðsskoðun leiðir í ljós að það er ekki nokkur séns á samlíðun.