Rúv

Nú þykir mér meira en sjálfsagt að greiða fyrir það framúrskarandi dagskrárefni sem ég fæ hjá Ríkisútvarpinu ár eftir ár. En að það eigi að vera eingreiðsla upp á 17.200 krónur í stað mánaðarlegra afborgana þykir mér alveg útúr kú. Það munar nú um minna.

Auk þess er víst miðað við sextán ára og eldri. Hvernig má það vera að einstaklingar sem ekki eru fjárráða skuli eftir sem áður greiða skatta?

2 thoughts on “Rúv”

  1. Ófjárráða einstaklingum er eftir sem áður heimilt að ráðstafa sjálfsaflafé sínu. Þar sem afnotaskatturinn miðast ekki aðeins við aldur heldur einnig ákveðnar lágmarkstekjur, þá er væntanlega heimilt að leggja gjaldið á þar sem viðkomandi ungmenni hefur augljóslega úr sjálfsaflafé að spila. Auk þess borgar viðkomandi tekjuskatt einnig og leggst það á viðkomandi þótt hann sé ekki fjárráða.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *