Daily Archives: 22. september, 2010

Heimilislegt 2

Dýrðardagur! Á tveim dögum hef ég eignast kaffivél, bolla, ruslafötu, þvottasnúru, kerti og bókasafnsskírteini. Mér finnst ég nánast ríkur orðinn. Þá lét ég í einhverju góðmennskukasti ginnast til að kaupa rós af sígaunakonu sem fær nú að drekka úr vatnsfylltri bjórflösku, rósin það er, ekki sígaunakonan. Gamli skipulags- og Ikeapervertinn í mér er víst kominn […]

Haustlauf 2

Það eru óhjákvæmileg viðbrigði að hugsa og tjá sig á þrem tungumálum á sama tíma. Stundum yfirhleðst hugurinn svo úr verður alveg stórfurðulegur en skemmtilegur hrærigrautur. Mest henti það mig í Svíþjóð þegar ég þurfti að þýða úr dönsku jafnóðum og ég talaði á minni sérstöku dólgasænsku, svo blandaðist þar við að Christian vinur minn […]