Ég hef setið í bíl á ferð og skoðað bloggsíður í fartölvunni með hjálp hverrar þráðlausrar nettengingar heimilanna á Húsavík á fætur annarri líkt og vinur minn í bílstjórasætinu væri ekki nógu skemmtilegur
ég hef setið með fartölvu í flugvél og fundist ég fráleitt bisnessmannslegur þrátt fyrir bindið þarsem ég sat með bjórglas og færði inn minnispunkta uppúr vasabók
af hverju lófatölva hefur ekki leyst vasabókina af hólmi er svo aftur allt annað mál en hver á líka lófatölvu nútildags?
úff ekki langar mig í lófatølvu =/
that er lika bara miklu skemmtilegra ad skrifa „) óóójá
Mikið af þessum símum nú til dags eru hálfgildings lófatölvur, svo ekki sé meira sagt
Segðu, þetta er farið að minna á eitthvað uppúr gamalli njósnamynd. Smart spæjara og þvíumlíkt.
einu sinni vann ég í búð og seldi „vasareiknivélar“ á stærð við brauðrist.
Stórskemmtilegar græjur. Svo er mér sagt að Rússar noti ennþá gamla abacusinn af stakri snilld.
Mér skilst nú að MR-ingar reikni enn í huganum af stakri snilld.
Það er sjálfsagt einhver mýta.