Ég sendi Fasteignasölunni Ási svohljóðandi fyrirspurn:
Góðan dag.
Umrætt hús er nefnt Bergshús og sagt sögufrægt. Þó er það ekki Bergshús sem Þórbergur Þórðarson bjó í á fjórða vetur á árunum 1909-1913, til þess er það of ungt (reist 1929 skv. vefnum). Auk þess var það við Skólavörðustíg þótt vissulega sé hægt að færa til hús.
Mig langar því að vita við hvaða Berg þetta hús er kennt og hvað það er sem gerir það sögufrægt, ef nafngiftin er þá ekki hreinn og klár misskilningur. Þið getið ímyndað ykkur að ég hafi orðið þónokkuð spenntur í fyrstu við að sjá svonefnt hús á sölu. Óska því eftir frekari upplýsingum.
Bestu kveðjur,
Arngrímur
Bíð spenntur eftir svari. En þið sem lesið þetta getið kannski svarað því til hvort Bergshús sé ennþá til?
Vertu ekki að hengja þig í svona smáatriði ef þú átt fyrir þessu. Þú segir svo bara við vitringana sem vilja hanka þig á þessu að fasteignasalinn hafi sagt það og því sé það rétt.
Ég vildi finna rétta orðalagið til þess að fá upplýsingar, án þess beinlínis að lýsa því yfir að mig langi að kaupa húsið …
En ef ég ætti fyrir alvöru Bergshúsi myndi ég kannski kaupa það.
Moi aussi. Ég fann eitt Bergshús á Hverfisgötu 32b í einhverri skýrslu um endurskipulag en nennti ekki að harka mér í gegnum það hvort átti að flytja húsið eða ekki.
Svo eru Bergshús hér og þar um landið líka. Ég myndi glöð kaupa mér eitt stykki Bergshús en ég þarf líklega ekki að hafa áhyggjur af valkvíða… enn.
Ertu ekki að tala um kjallarann á Hringbraut 51?