Sæll,
Þessi Bergur er fyrsti lærði sútunarmeistarinn á Íslandi og fyrsta
sútunarverksmiðjan á Íslandi var þarna í bakhúsi.
Til er mynd af danska kónginum þarna í kaffi og mér skilst á núverandi eiganda að
það séu til heilmikil skrif um þetta hús.
Hans aðalvitneskja er frá gamalli konu sem átti íbúðina á neðstu hæðinni og sagði
honum alla söguna um húsið þegar hann keypti það.Með kveðju,
Jón Örn Kristinsson
Löggiltur fasteignasali
Þá vitum við það. En veit einhver hvort Bergshúsið mitt stendur einhversstaðar enn?
Ég veit ekki betur en það hafi verið flutt í Árbæjarsafn í kringum 1990.
Gerir það út um vonir Arngríms að fá búið í húsinu? Getur maður fengið leigt pláss inni á Árbæjarsafni? Nánar tiltekið inni í Bergshúsi, að sjálfsögðu. Arngrímur – ég held það sé kominn tími á nýtt bréf.
Ég stóð í þeirri meiningu að Hverfisgata 32a héti Bergshús og væri friðlýst. Hvort það er þriðja sjálfstæða Bergshúsið í þessari leyndardómsfullu ráðgátu veit ég ekki.
Hverfisgata 32a var kallað Bergsbær. Það var bakhús, steinbær (byggður 1891 held ég) en húsið var jafnað við jörðu í fyrra eða hittifyrra. Nú er þar malarplan í anda góðærisflippsins.
Gott að vita. Ég man bara eftir að hafa heyrt það kallað Bergshús (eða kannski -bæ) af Torfusamtökunum einhverntímann. Hélt það hefði notið einhverrar verndar sem eitt af elstu steinhúsunum.
Mér finnst þessar fasteignasalaupplýsingar eitthvað vafasamar og held (án þess að hafa mikið fyrir mér – þetta er gisk) að það hafi verið komin sútunarverksmiðja í Reykjavík fyrir aldamótin 1900 og Bergur Einarsson var með sútun á Lindargötunni fyrir 1910. Bergur þessi bjó á Vatnsstíg 7b (ekki Veghúsastíg) þegar hann dó 1942, en hann gæti auðvitað hafa flutt.
En það er örugglega hægt að grafa þetta allt upp svo óyggjandi sé.
Ekki vil ég valda Eiríki vonbrigðum. Kannski ég sendi bréf á Árbæjarsafn. Svo þegar bréfin verða orðin nógu mörg þá get ég gefið út bréfasafn mitt. Verður örugglega vinsælla en greinasafn Bjarna Harðarsonar.
Hvað Berginn á Hverfisgötunni snertir á stóð held ég til að færa hann skv. deiliskipulagi sem er auðgúglað. En fyrst það er annar Bergur þá nenni ég ekki að eltast við hann.
Mana Þórdísi til að senda vantraustsyfirlýsingu á fasteignasalann og birta öll samskiptin á blogginu.
Þýðir þetta ekki að samþykkt hafi verið að rífa? http://gamli.rvk.is/vefur/owa/edutils.parse_page?nafn=BN035451
Úff hvað ég nenni ekki að skrifa fasteignasala. Þeir hafa örugglega svo mikinn tíma þessa dagana þegar ekkert selst, eru líka örugglega að ljúga upp allskonar húsasögum til að reyna að lokka kaupendur.
Núh, þetta er eitthvað annað en stóð í pédéeffi sem ég sá einhversstaðar. Þar stóð að húsið væri friðlýst en heimilt væri að færa það.
Í PDF-inu var talað um að 32b væri Bergshús og friðlýst, er það ekki annars? Mér líst vel á að hrista aðeins upp í Árbæjarsafni með því að lána fólki húsin gegn því t.d. að klæðast sauðskinsskóm.
Segðu. Ég hef líka pínu sambönd inní Árbæjarsafn. Gæti kannski fengið að búa þar hlut úr degi, t.d. eftir lokun, gegn því að klæðast sauðskinnsskóm, að sjálfsögðu.
Ég myndi leggja leið mína mun oftar en aldrei í Árbæjarsafn til þess að berja Arngrím Vídalín augum, spásserandi um stofugólfið í sauðskinnsskóm með afréttara í hönd, fyrir framan opinmynnt börn og túrista í anórökkum.
Rauði brjóstsykurinn myndi bragðast enn betur vegna þeirrar upplifunar.
Spurningin er nú bara hvað leið á að fara til að ná þessu fram: a) stofna hóp á Snjáldurskinnu, b) fara í framboð?
Arngrímur minn í sumar skal ég leyfa þér að hjúfrast í horninu á Bergshúsi, sé það á Árbæjarsafni og verði ég þar í sumar. Mögulega get ég fundið handa þér sauðskinnsskó, nú eða roðskó, til að spássera um í.
Ég skal allavega reyna að finna út hvort húsið sé á Árbæjarsafni, annars hef ég nú reyndar aldrei heyrt minnst á Þórberg í sambandi við húsin þar, án þess þó að vera viss.
Sel það ekki dýrara en ég keypti það en hef þó heyrt að Kristján fjallaskáld gisti stundum á loftinu í einu húsinu, þegar það stóð á Vopnafirði, og ef Bergshús finnst ekki gætiru fengið að halla þér þar í staðinn. Það er vonandi smá uppbót.
Það er víst ekki þar, Hjördís, né nokkursstaðar annarsstaðar: http://kaninka.net/arngrimurv/2009/03/03/bergshus-iii/
En ég skal þiggja sauðskinnsskó. Og ef ég má hegða mér (drekka) einsog Kristján fjallaskáld skal ég þiggja loftið í því húsi.