Ég sé það að athuguðu máli að síðasta færsla var fullhörð. Það er engum málstað til framdráttar að bregðast við sakleysislegum pistli Stefáns Friðriks á amx einsog ég gerði. Röksemdafærslan er stórundarleg eftir sem áður en það réttlætir ekki að kalla manninn fífl. Er það hérmeð dregið tilbaka.
Æi kommon, ef við sótthreinsum bloggið þá drepst það um leið eða fær a.m.k. ofnæmi!
Ég skrifa bráðum aðra færslu: Dregið í land með að draga í land, er núna hálfur frá landi dreginn.
Nei nei. Ég ætla mér enga sótthreinsun. En ég hef mínar ástæður fyrir þessum úrdrætti. Verð þó kjaftfor eftir sem áður.