Úr skilvindu drauma

Af kápu:

Dagdraumar þínir eru ólíklegir. En fallegir.
Ekki telja þér trú um að sérhvert flökt í viðtækjum séu ómæðruð símtöl óskilgetinna ástarsambanda óviðgenginna játninga og ófeðraðra barna.
Stundum er það bara þannig að fólk á enga vini.
Í sinni þriðju bók notar Arngrímur hrein, íslensk orð til að framleiða hágæðaljóð sem nota má í tæknivörur, umbúðir og einnig til dægradvalar. Markmið Arngríms er að vera í fremstu röð, jafnt í aðferðum, sem framleiðslu á ljóðum. Bókin er sneisafull af endurbótum sem leiða til aukinnar hagkvæmni, minni mengunar, aukins öryggis og betri líðunar á vinnustað.

Hér má heyra mig lesa ljóðið Lestargluggi á ferð sem birtist í bókinni.
Hér má heyra viðtal sem Haukur Ingvarsson tók við mig fyrir Víðsjá í tilefni af útkomu bókarinnar.
Dómar um bókina:

„Úr skilvindu drauma hefst á tilvitnun í Umbreytileika P.B. Shelley og það á merkilega vel við. Ekki út af ljóðlínunum sjálfum endilega, heldur vegna þess að sjaldan hefur eitt skáld umbreyst svona á milli bóka. Arngrímur hefur gefið út tvær bækur áður, Suttungamiði skilað, menntaskólaævintýri sem ég hef aðeins heyrt um en aldrei séð, og svo Endurómun upphafsins sem fór mun víðar. Og breytingin á milli hennar og þessarar er einfaldlega mögnuð. Rómantík sem áður var kynlaust ídeal er nú alvöru barátta, barátta við lágkúru og kaldhæðni samtímans, kaldhæðni sem höfundur hefur lært ískyggilega vel síðan endurómurinn þagnaði. En í stuttu máli er mér til efs að það finnist önnur ljóðabók í jólabókaflóðinu eftir ljóðskáld sem hefur bætt sig jafn stórkostlega.“

– Ásgeir H Ingólfsson, kistan.is (smella hér til að lesa dóminn í heild sinni).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *