Categories
Dómsdagur

Kína vs. USA – þegar klukkuna vantar hundrað sekúndur í miðnætti

Bandaríkin voru semsagt að draga sig útúr Open Skies samningnum (OST). Eftir að hafa dregið sig útúr kjarnorkusamningnum við Íran, og Intermediate-range Nuclear Forces samningnum. Ásamt því að Trump stjórnin hefur lýst yfir að vilja til að endurnýja ekki New Start samninginn – sem rennur út næsta febrúar. Og eru alvarlega að velta fyrir sér að byrja á prufunum á kjarnorkusprengjum aftur samkvæmt nýjust fréttum. 

Fyrir nokkrum vikum sigldu bandarísk herskip inní Suður-Kínahaf, í meðvitaðri ögrun við Kína sem varla var greint frá fréttum.

Fyrir nokkrum mánuðum tilkynnti Rússland að það hafi þróað kjarnorkueldflaugar sem eru færar um að komast í gegnum eldflaugavarnakerfi (eða missile shield) Bandaríkjanna.

Hin fræga dómsdagsklukka, sem haldið er úti af Bulletin of the Atomic Scientists stendur nú hundrað sekúndur í miðnætti – það lengsta sem hún hefur nokkurn tímann komist. Eitthvað sem vakti einnig hér um bil enga athygli.

Ásamt þessu endalausa áróðursstríði auðvitað – þar sem Bandaríkin eru að reyna að kenna Kína um vírusinn. Sem er athyglisvert af tveimur ástæðum: 1) Spænska veikin átti að öllum líkindum upptök sín á bandarískri herstöð, er nánast sammælst um það af sérfræðingum a.m.k., þótt það sé ekki vitað með hundrað prósent vissu. 2) Kína er fjölmennasta land í heimi, svo útfrá einföldum líkindareikningi, þá væri auðvitað líklegast að slíkur vírus kæmi upp þar.

En ég er í sannleika sagt fullkomlega gáttaður á áhugaleysi almennings á þessu – jafnvel mikilvægasta málefni sem er í gangi í dag, eins og auðveldlega væri hægt að færa rök fyrir. Sem er samt auðvitað ekkert skrýtið þegar fjölmiðlar sýna þessu varla neinn áhuga, og setja hlutina ekki í neitt samhengi,

Hef þó ekki tíma til að skrifa neina nákvæmari analýsu, en ég skrifaði þó þetta fyrir nokkru á FB, sem ég endurbirti bara hér.

Nokkur lausleg atriði sem ég tók saman og myndi telja skipta máli, eða vera aðalatriði, en sjaldnast er minnst á eða sett í nægilegt samheng að mínu mati:

* Ef við byrjum bara á því að Kína sé kommúnistaríki: þrátt fyrir að Kína sé vissulega stjórnað af sama Kommúnistaflokki og komst til valda í langstærstu sósíalísku byltingu mannkynssögunnar – flokkur sem sver enn hliðhollustu við Marx og Lenín og arfleið þeirra – þá eru ýmis önnur atriði sem þarf að hafa í huga:

* Hagvöxturinn í Kína frá líberaliseringu (eða nýfrjálshyggjuvæðingu) Deng Xiaoping í lok 8. áratugarins til í dag er ekki bara einsdæmi í mannkynssögunni, hann er á ólýsanlegum skala. Heimsbankinn áætlaði að um 850 milljónir manns lifðu við fullkomna örbirgð 1980. Árið 2014 var talan komin niður í 40 milljónir. Stefna þeirra er að hún verði komin í núll 2022.

* Fjórir stærstu bankar heims eru kínverskir. J.P. Morgan kemur í fimmta eða sjötta sæti (síðast þegar ég gáði).

* Kínverska hagkerfið ræðst af allt öðru en einhverri þunglamalegri miðstýringu – sem er auðvitað fantasía frjálshygjumanna um kommúnistaríki. Það er gríðarlega dýnamískt, og flókið auðvitað, með víxlverkun miðstýringar og afmiðstýringar þar sem sum svæði opnast og eru í samkeppni á meðan önnur eru lokuð og vernduð – allt er hinsvegar vandlega yfirséð og varið ef þess þarf af ríkinu. Þetta er vél sem er mun betur smurð og keyrir miklu betur en það sem dysfunctional stjórnir Vestursins í dag geta státað af – samanburðurinn er raunar bara hlægilegur.

* Í Kína er það ríkið sem skipar bönkum fyrir, frekar en öfugt eins og við eigum að venjast í Vestrinu. Þetta gerði Kína kleift að komast uppúr krísunni 2008 á einhvern mest spectacular hátt sem sést hefur. Bönkunum var skipað að lána eins mikið og þess var þörf, fleiri tugir milljóna sem misstu vinnuna vegna hruns markaða í Bandaríkjunum voru ráðnir aftur nánast yfir nótt og ráðist var í innviðauppbyggingu sem er svo gígantísk að varla er hægt að ná huganum utan um það. Á árunum 2009-2012 notaði Kína meiri sement en Bandaríkin á allri 20.öld til dæmis.

* Þessi gríðarlega uppbygging – sem krafðist auðvitað gríðarlegs innflutnings – hélt uppi heimshagkerfinu í kjölfar krísunnar.

* Fjögur af tíu stærstu tæknifyrirtækjum heims eru kínversk. Og þrátt fyrir alla þessa absúrd Silicon Valley celebrity-, ef ekki bara einhver Guðadýrkun, lítur allt út fyrir að Kína sé á leiðinni að taka tæknigeirann yfir. Sérstaklega þar sem þeir voru fyrstir til að átta sig á mikilvægi A.I., fóru in the game á undan öllum öðrum, og eru að fara að leiða þar.

Hér er lýsing úr nýlegri bók um tæknigeirann í Kína:

Silicon Valley’s entrepreneurs have earned a reputation as some of the hardest-working in America: passionate young founders who pull all-nighters in a mad dash to get a product out and then obsessively iterate that product, while seeking out the next big thing. Entrepreneurs there do indeed work hard, but I’ve spent decades deeply embedded in both Silicon Valley and China’s tech scene, working at Apple, Microsoft, & Google before incubating and investing in dozens of Chinese startups. I can tell you that Silicon Valley looks downright sluggish compared to its competitor across the Pacific. China’s successful internet entrepreneurs have risen to where they are by conquering the most cutthroat competitive environment on the planet. They live in a world where speed is essential, copying is an accepted practice, and competitors will stop at nothing to win a new market. Every day spent in China’s startup scene is a trial by fire, like a day spent as a gladiator in the Colosseum. The battles are life or death, and your opponents have no scruples.”

* Samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum, GDP eða vergri landsframleiðslu, þá er Kína annað stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum. En ef byggt er á kaupmáttarjöfnuði, þá er það þegar orðið stærst.

* Bandaríkin eru fyrsta heimsveldi mannkynssögunnar sem náð hefur óskoruðum yfirráðum yfir heimshöfunum. Þetta „colossal imperium on an unprecedented scale“ byggist á stjórn yfir tveimur „strategic axial points“ með orðum sagnfræðingsins John Darwin við sitthvorn enda Evrasíu. Bandaríkin tryggðu þetta með NATO samstarfinu í Vestrinu, og fjórum varnarsamningum við Japan, Filippseyjar, Suður-Kóreu og Ástralíu í Austrinu. Snemma í Kalda stríðinu semsagt, þegar Kína var eitthvað algjört backwater sem lítið sem ekkert geo-pólitískt tillit þurfti að taka til.

Í dag er staðan ekki bara allt önnur, Kína er búið að vera að spila langa, vel planaða og úthugsaða strategíu þar sem enda takmarkið er að slá þetta axial point í austrinu úr höndunum á þeim – sem myndi kippa einhverja langmikilvægustu stoð heimsveldis þeirra undan þeim. Það er semsagt þetta sem spennan í Suður-Kínahafi snýst um, og er ekkert sem byrjaði með Trump stjórninni og eða hún byrjaði á uppúr þurru (það er þetta sem Bannon var að tala um þegar hann lýsti yfir, eins og frægt er, að Bandaríkin væru á leið í stríð við Kína innan tíu ára). Það var Obama sem kom með nýja utanríkisstefnu sem hann kallaði pivot to Asia. Það var að undirlagi yfirmanna hersins, til að countera þessa strategíu hjá Kína. Sem þeir voru samt mjög seinir að átta sig á.

* Kapítalistar voru auðvitað mjög hrifnir af ódýra vinnuaflinu sem Kína bauð þeim – í þeim tilgangi að byggja upp hagkerfi sitt. Því hafa þeir ávallt neitað að fylgja efnahagslegum forskriftum The Washington Consensus – hafandi fylgst með krísu asísku tígrana 1997 og hvernig fór fyrir þeim. En sú krísa var beinlínis búin til af Vestrænum fjármálastofnunum og Bandaríkjunum í þeim tilgangi að láta greipar sópa um eignir þeirra. Að þeir geti ekki gert það sama við Kína gerir þá auðvitað brjálaða.

Kína býður auðvitað enn uppá ódýrari vinnuafl en á Vesturlöndum (sjá nýlega Foxconn skandalinn: skólabörn eru þrælkuð út á einhverjum sólarhringsvöktum, allt í boði Jeff Bezos og Amazon). Margir kapítalistar hafa þó hugsað sér enn betur til glóðarinnar og flutt starfsemina frá Kína til landa eins og Bangladesh sem bjóða þeim enn meiri eymd og þjáningu.

En Kína í dag er orðið að allt öðru fyrirbæri en Vestrið nýtti sér í hnattvæðingu 9. og 10. áratugarins. Er ekki bara orðið rival heimsveldi: Kína er að outplaya og outperforma Bandaríkin á basically alla uppáhalds mælikvarða neóklassíkra hagfræðinga. Og Bandaríkin sætta sig ekki við neitt minna en full spectrum dómineringu – þau hafa steypt heilu löndunum í rúst með tilheyrandi blóðbaði vegna minnstu ögrunar eða óhlýðni.

* Kína hefur auðvitað ekki síst það fram yfir Bandaríkin að það er fært um langtíma strategíur, að spila the long game. Fjármálavæddi kapítalisminn í Bandaríkjunum er löngu farinn að cannabalizea sjálfan sig, fullkomlega ókleift að hugsa um annað eða lengra en hagnað næsta ársfjórðungs – sem hann étur eigin undirstöður til að halda uppi.

* Þróunin og breytingarnar í Kína eru gríðarlega hraðar, svo það er engin leið að vita hvað nákvæmlega er að gerast í rauninni, hvað þá hvert þetta stefnir.
En miðað við það sem við vitum þó, þá lítur flest út fyrir að í Kína sé að finna nýjustu umbreytingu og þar með framtíð kapítalismans.

* Eftir stendur þó auðvitað að Bandaríkin hafa langstærsta og öflugasta herinn, það er það eina sem Kínverjar geta engan veginn keppt við þá í. A.m.k. ekki næstu tíu-tuttugu árin. Og ekkert við blóðuga sögu hernaðaríhlutuna og stríðsreksturs Bandaríkjanna, né retórík þeirra og efnahagsaðgerðir gagnvart Kína sem er í gangi akkúrat núna og escalatear stöðugt og hratt, gefur til kynna að þeir hafi í hyggju að rúlla sér bara yfir á hliðina og samþykkja friðsamlega að vera velt af stalli sem dóminerandi heimsveldi. Þau vörpuðu kjarnorkusprengjum í stríði áður, og það var einungis til að hnykla vöðvana og sýna sig. Ég er a.m.k. ekki bjartsýnn á einhver yfirveguð skynsemis viðbrögð þegar staða, völd og áhrif þeirra fer loks að standa frammi fyrir terminal ógn – staða sem Bandaríska heimsveldið hefur auðvitað aldrei fundið sig í áður. Og er nákvæmlega það sem er að eiga sér stað núna. 

Það er semsagt meira og meira verið að taka hanskana af í deilu sem að öllum líkindum myndi marka endalok siðmenningarinnar – a.m.k. samkvæmt áætlunum vísindamanna á takmörkuðu (e. limited) kjarnorkustríði. Módelið þar var stríð milli Indlands og Pakistan, þar sem 50-100 standard kjarnorkuvopn, þ.e. ekki vetnissprengjur (e. thermonuclear weapons) eins og Bandaríkin og Kína búa yfir voru notuð.

Niðurstaðan var mannfall á bilinu þrír milljarðar til allt mannkynið.

(Myndin er af fyrstu vetnissprengjunni sem sprengd var. Var gefið code-nameið Ivy Mike og var sprengd 1. nóvember, 1952 af Bandaríkjunum á Marshall eyjum.)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *