Categories
Þríburar

Þríburasögur

Handahófskenndar eineggja þríburasögur í tilefni sex ára afmæli þeirra

Einn af strákunum, Freyr, sagði „shit“ þegar við vorum að brasa eitthvað á laugardagsmorgunin.

Hvaðan hann fær það hefur maður auðvitað ekki hugmynd um. Augljóslega ekki mér samt. Er með eindæmum prúðmæltur, eins og allir vita. Kannast ekkert við slíkan munnsöfnuð.

En mundi allt í einu eftir þessu yfir kvöldmatnum núna. Fór þá að rifja það upp og útskýra fyrir þeim öllum að maður ætti ekki að segja svona lagað.

Þrefalt shit tsunami tók við um leið. Engin leið að fá shit kórinn til að þagna.

Ég er augljóslega með greindarvísitölu á við Forrest Gump.

——————————————————————————-

* Bók kvöldsins hét Koala’s Filosofi, einhver bók sem Karin keypti fyrir nokkru en við höfðum aldrei lesið. Vissum ekkert um hana, Karin keypti hana bara útaf titlinum. Ekki einungis filosofi heldur aðallega vegna þess að Kjartan er með æði fyrir Kóalabjörnum – ef bangsinn hans týnist er bara red alert í gangi hérna.

En uppbyggingin var semsagt þannig að Kóalabjörninn situr á trjágrein og er hugsi eða sorgmæddur yfir einhverju, þá kemur fugl og spyr hann hvað sé að og þeir ræða málin í framhaldinu.

Þetta var því algjör tilviljun, en fyrsta vandamálið reyndist vera að Kóalabjörninn segist líða svo vel í kjólum og vill helst vera í þeim, þrátt fyrir að vita að það sé rangt…

Freyr fór strax að segja frá öllu sem einhverjir hafi verið að segja við hann í leikskólanum.

Ég og þessi fugl tættum auðvitað þann málflutning í okkur.

——————————————————————————-

* Yfir kvöldmatnum ræddum við hvað Freyr væri góður að dansa, og Karin hafði á orði að hann væri jafnvel orðinn eins góður og ég. Hann heimtaði þá strax að sett væri á uppáhalds lögin sín í stofunni (Horses og Gloria e. Patti Smith og Tutti Frutti e. Little Richard) og byrjaði svo að Travolta gólfið á einhvern epískan hátt. Ég ætlaði að dansa með en hann skipaði mér að setjast niður. Við fylgdumst svo með eftir bestu getu, en þegar við þurftum svo að sinna hinum bræðrunum einnig á meðan varð hann á endanum brjálaður, rauk inní herbergi, sagði „showið er búið“ og vildi ekki koma út.

——————————————————————————-

* Tvær skilgreiningar á kraftaverki sem strákarnir hafa reitt fram:

„Hlutur sem þú setur í magann og pumpar svo helling af lofti í hann“ (Ágúst, nýbúinn að sjá myndir af mömmu sinni óléttri með þá)

„Loftbelgur sem flýgur á fullu á bensíni, en svo klárast bensínið, en hann heldur samt áfram að fljúga endalaust“ (Freyr, ég er augljóslega ekki enn búinn að segja honum söguna af Hindenburg)

——————————————————————————-

*Strákarnir fóru allir í sömu peysunni í leikskólann í dag. Þeir heimtuðu það, annars sendum við þá aldrei í sömu fötunum. Ég hef mikla samúð með elskulegu leikskóla starfsfólkinu sem á erfitt með að þekkja þá í sundur – og vill ekkert gera þeim starfið erfiðara.

En svo komu þeir heim og voru segjandi að fólk þekkti þá almennt ekki í sundur. Svo vorum við að ræða þetta, og þeir töldu upp (á annari hendi) hver gæti það:

-Mor

-Far

-Amma Brynja

——————————————————————————-

*Strákarnir í Pokémon slugfesti við Steinar Braga.

Nokkur highlight: „Steinar er bara steinn“, „þú færð stein í höfuðið“, og svo náði ég ekki síðasta bardaganum milli Freyr og hans, sem hann vann, en þá byrjuðu þeir að kyrja „Stein sax“ aftur og aftur. Orðaleikur: sten sax papir semsagt eða rock paper scissors…

Þeir eru með trash talkið á hreinu.

——————————————————————————-

*Strákarnir voru að fara að byggja með Duplo. Kjartan, af einskærri góðmennsku, bauðst til að skipta risa Duplo kassanum á milli þeirra. Með þessari líka blíðu og sannfærandi rödd sem var einfaldlega ekki hægt að segja nei við. Hann ræðst þá í eitthvað heljarinnar sjónarspil sem endar þannig að hann er með nánast alla kubbana og hinir tveir bræðurnir örfáa. Sem þeir eru auðvitað ekki sáttir við.

Eftir að hafa reynt að sýna fram á réttmæti skiptingarinnar með impressively ítarlegum rökstuðningi fyrir þriggja ára aldur, sem bræðurnir voru þó ekki að kaupa, endar þetta svona:

– Freyr og Ágúst (benda á hauginn fyrir aftan hann): En þú ert

með alla kubbana!

– Kjartan (blákalt): Svona er þetta bara.

Ég er sem sagt að ala upp kapítalista…

——————————————————————————-

*-Ég: „Strákar, er ekki einhver skrýtin lykt hérna?“

-Kjartan (án þess að líta upp frá Legoinu):

„Jú þetta ert þú. Það er skítalykt af þér.“

-Freyr: „Finnurðu ekki lyktina af sjálfum þér?“

Ég er að missa þetta uppeldi úr böndunum. Þennan danska munnsöfnuð fá þeir augljóslega frá móður sinni.

——————————————————————————-

*Þrátt fyrir meistaragráðu í heimspeki er ég ekkert að ráða við þær vangaveltur og spurningar sem strákarnir eru komnir útí og heimta nú svar við á öllum tímum.

Dæmi #1 Ef maður verður fyrst barn, svo fullorðinn, svo gamall, er maður þá mismunandi manneskjur?

Dæmi #2 Ef ég get orðið eins gamall og þú, afhverju getur þú ekki orðið eins gamall og ég?

Dæmi #3 Afhverju fer tíminn alltaf í hring og í hring og í hring og stoppar aldrei?

Eru þeir að laumast í Aristóteles og Ágústínus?

——————————————————————————-

*Fór með strákana í Pokémon túr, hittum þar annan ungan herramann í sama túr. Sá sannfærði mig um að tradea við sig. Eitthvað sem var svo bara epískt scam – skipti brjálað öflugum og sjaldgæfum Pokemon fyrir eitthvað fullkomið drasl. Fattaði það ekki fyrr en eftir á.

Í hvers konar heimi lifum við eiginlega þegar doktorsnemi í heimspeki er bara svívirðilega sandbagged af átta ára strák úti á götu um hábjartan dag?

——————————————————————————-

*Síðasta afmælis húllumhæ strákana var svo í leikskólanum í gær. Þar sat ég til borðs með ungum herramanni sem tjáði mér að hann og strákarnir hefðu gert samning sem kvað á um að hann væri einn af bræðrunum.

Þegar heim var komið fór ég að forvitnast aðeins útí þetta:

Kjartan: „Já, en svo sló hann mig.“

Ágúst: „Mig líka.“

Freyr: „Þá mátti hann ekki vera þríburi lengur!“

——————————————————————————-

*“Ég skal segja fyrirgefðu, en þú verður að gefa mér gjöf fyrst.“

Einn bróðirinn við annan – heyri allt í einu þessa setningu útundan mér.

Held ég sé ekki einu sinni að ala upp kapítalista. Þetta er bara eitthvað mafíósa shakedown.

——————————————————————————-

*Ég er búinn að vera að horfa á The Deuce síðustu vikur og tilkynnti Karin því í gær að ég ætlaði að láta mér vaxa yfirvaraskegg. Hún tók því vægast sagt illa, benti á að ég væri með skeggvöxt á við litla stelpu og væri aldrei að fara að vera neinn Burt Reynolds. Þetta leiddist út í þras fram og tilbaka um fagurfræðilegt gildi yfirvaraskegga á meðan að ég var að elda og strákarnir voru að leika við Karin með lestar í stofunni. Þar til einn af frumburðunum, Kjartan, lítur á mig og hrópar:

„En þú ert með svo falleg augu!“

——————————————————————————-

*Var búinn að steingleyma þessu, rifjaðist upp í umræðum um hversu lélegar Transformers myndirnar eru núna áðan.

Allavega, hef reynt að skrifa allt fyndið og skemmtilegt sem strákarnir segja eða gera hérna, svo það gleymist ekki. Þetta er golden oldy sem ég var búinn að gleyma:

Eftir að hafa verið innlögð á sjúkrahúsi með drengina í rúmlega tvo mánuði (og Karin tvo mánuði fyrir það), vorum við loks send heim með þá (og ég lenti næstum í fistfight við eitthvað fífl í strætónum á leiðinni, en það er önnur saga).

Fyrstu nóttina, vaknaði fyrsti drengurinn, og ég fór til að skipta fyrstu bleyjuna heima. Um leið og ég tók bleyjuna af gaus gosbrunnur af niðurgangi beint í andlitið á mér og uppí mig.

Sem eftir á að hyggja var gott í rauninni, því þeir voru allavega aldrei, ekki einu sinni í byrjun í því að vekja hjá manni neitt falskt öryggi.

——————————————————————————-

*“Stop mamma. Guðinn talar núna.“

Freyr við mömmu sína þegar hún var að reyna að fá hann til að laga til.

Mikið var það góð hugmynd að útskýra fyrir honum að nafn hans kemur úr norrænni goðafræði…

——————————————————————————-

*Freyr: „Þú talar alltof mikið pabbi!“

Kjartan: „Ég held að Ágúst tali samt meira“

Það er bara samkeppni í gangi hérna.

——————————————————————————-

* Náði í strákana í leikskólann, einn bróðirinn tjáði mér að annar hafi enn og aftur sagt að hann væri ljótur í einhverju rifrildi sem hafði átt sér stað fyrr um daginn.

Ég veit ekki hversu oft ég hef útskýrt fyrir þeim hversu epískt sjálfsmark þetta er, að kalla hvor aðra ljóta. Það ætlar bara ekkert að síast inn. Allur leikskólinn sprakk líka úr hlátri þegar ég útskýrði þetta fyrir þeim enn eina ferðina.

——————————————————————————-

*Við fjölskyldan sátum og borðuðum hádegisverð, ég þóttist beygja mig undir borðið, sagði svo óttasleginn að það væri risa könguló undir eldhúsborðinu. Hefði alveg eins getað öskrað „handsprengja!“ Allir stukku í allar áttir, tveir strákanna hlupu alla leið bakvið sófann í stofunni.

Sagði svo aprílgabb. Allir brjálaðir við mig, einn strákanna ekki enn búinn að taka mig í sátt. Karin spurði hvernig hálfviti eins og ég gæti verið í doktorsnámi.

Eitt af mínum betri aprílgöbbum held ég bara.

——————————————————————————-

* Gaf Karin (Trekkie dauðans) Jean-Luc Picard fígúru og Star Fleet Captain insignia í afmælisgjöf. Strákarnir voru mjög áhugasamir um þetta, við útskýrðum hvað þetta gengi útá lítillega. Svo þurfti ég að fara út með ruslið og spurði strákana hvort þeir vildu koma með. Freyr fékk að setja á sig Commander badgeið. Var fullt af tómum pappakössum. Ég spyr Freyr og Kjartan hvort þeir geti ekki borið einn saman að ruslatunnunum. Freyr segir þá við Kjartan:

„Make it so númer tvö!“

——————————————————————————-

*Pínu einkahúmor sem erfitt er að útskýra. En allavega, stundum um kvöldmatarleytið dettum við í leik sem heitir „hver er betri í“. Sem sagt við köstum fram spurningum um hver er betri í einhverju, mamma eða pabbi. Er í rauninni ekki leikur, aldrei verið svarað neinu öðru en „mamma!“. Ég er meira bara einhvers konar stökkpallur sem þessir motherboys nota til að lýsa yfir ást sinni á móður sinni.

Bara gaman að þessu.

En svo tók Karin afdrifaríkt feilspor í kvöld, spurði „hver er besti dansarinn?“.

Fyrsta skipti sem ég heyrði einróma „pabbi!!!“.

Rústaði þessu. Mikilvægustu línurnar á þessu heimili eru allavega á hreinu.

——————————————————————————-

*Hvað gerir maður eiginlega þegar maður á eineggja þríbura, og einn sjálfkrýnir sig einhvers konar Godfather, skipar hinum bræðrunum fyrir verkum og fær að ráða öllu, heimtar einhvers konar tribute frá þeim í tíma og ótíma, ásamt því að fá að bleyta gogginn í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur og fá – sem hinir tveir bræðurnir virðast samþykkja bara sem eitthvað náttúrulögmál og koma honum svo til varnar þegar við ætlum að brjóta upp þessa racketeering starfsemi sem er í gangi þarna hjá honum?

Ég er bara að ala upp Tony Soprano hérna.

——————————————————————————-

*Var að kenna þeim íslensku.

Ég: Þið vitið auðvitað hvað þríburar eru, þekkjum við einhverja þríbura?

Freyr: Já.

Ég: Hverjir eru það?

Freyr: Rip, Rap og Rup.

——————————————————————————-

*The boys got some Star Wars Lego Clone Trooper gunship we had been saving after they found it by mistake during the brutal lice extermination campaign. Now, Kjartan is running around saying „I’m a clone, I’m a clone!“

Well, you are not wrong…