Flutningur

Ég er þá búinn að tilkynna flutninginn á gömlu síðunni, þvílík gleði.
Palli hefur sett inn fullt af skemmtilegum hlutum hér sem ég hef ákveðið að hunsa í bili eða bara nota ekki.
Kommentakerfi er dæmi um það sem ég ætla ekki að nota enda hefur fólk verið alveg nógu duglegt við að lýsa yfir andúð sinni á mér á hinum ýmsu bloggsíðum. Ef þú átt ekki bloggsíðu en vilt lýsa yfir andúð þinni á mér þá verð ég bara að segja að það er ekki mitt hlutverk að redda þér sápukassa.
Trackback þarf ég aðeins að skoða en ef það verður einungis til þess að benda fólki á síður þar sem verið er að lýsa yfir hatri á mér þá sé ég ekki pointið í bili.
Ég hef aldrei verið að fíla þetta hjá MT þegar maður þarf að klikka á “lesa meira”, alltaf litið á það sem bragð til að hækka töluna á teljaranum. Ég mun reyna að forðast það nema á löngum færslum (sem þessi gæti orðið).
Ég á eftir að læra að fikta í template’inu þannig að síðan verður ekkert falleg í bili og jafnvel bjánaleg meðan ég fikta.
Þið skiljið.
Einn spurning: Á ég að halda áfram að skrifa Óli undir allar færslur þó það komi alltaf hérna undir “posted by oligneisti”? Ég sé ekki fyrir mér að ég nenni því lengi.
Óli sem á ekki eftir að nenna að skrifa Óli undir færslur lengi í viðbót.