Síðan mín er orðinn nokkuð ágæt, sérstaklega miðað við hve ryðgaður ég er í html. Ótrúlega skrýtið að rifja upp hvernig litirnir eru táknaðir (svartur #000000) og annað svoleiðs. Eitt atriði á síðunni er fyrir slysni inni en ég ákvað að leyfa því að vera áfram.
Tók áðan og misþyrmdi síðunni einsog mér datt í hug, prufaði hana í eins lélegum gæðum og tæknin leyfði. Sá hvað gerðist í bæði IE og Opera, bæði ásættanlegt. Ég hefði hins vegar getað gengið skrefi lengra með því að ná í Bláskjá en lét það vera í bili.
Undirsíðurnar mínar eru komnar inn en ekki í endanlegri mynd, þarf að gera það betur. Queensíðan er í minna rugli en áður, Týssíðan verður hins vegar löguð um helgina.
Ég læt þetta líklega duga í bili, rugla kannski meira í síðunni seinna.
Ef þið sjáið vandamál þá skrifið þið athugasemdir eða ekki.