Athugasemdir og Tilvísanir

Ég er hugsanlega að linast varðandi hörðu stefnuna í athugasemdunum. Eygló benti mér á svoltið sem skiptir máli í þessu, ég get lokað athugasemdakerfinu á þann hátt að ég get alltaf haft síðasta orðið. Þetta skiptir náttúrulega miklu máli því ég er hrikalegur með það að geta ekki hætt og ef ég lendi í rimmu við einhvern sem er eins þá fer allt til helvítis. Þetta sást til dæmis þegar ég gerði einu sinni tilraun til að hafa athugasemdakerfi og við Ásgeir entumst alveg heilllengi í rifrildi.

Ég hef algert vald yfir athugasemdakerfinu mínu, það er ekkert lýðræði þar og ef þú skrifar þar áttu að vita að þú ert á mínu valdi, ég get eytt athugasemdum þínum, breytt þeim og svo framvegis. Það gildir einfaldlega að ef þú vilt skrifa níð um mig þá gerirðu það á eigin síðum (þar sem ég get hunsað þau skrif). Vildi bara taka það fram (og tel mig heiðarlegan fyrir það).

Svipað með Tilvísanir (sem er íslenskun á orðinu Trackback sem ég mun taka upp á síðunni bráðum), ég get eytt út því sem mér líkar ekki. Mér finnst Múrinn hugaður fyrir það að ætla að fara nota Tilvísanir og ég vona að það muni ekki verða of mikil geðveiki, hér er um að ræða líklega mest lesna vefrit landsins og það eru ekki allir sem lesa það af því þeir eru svo sammála því sem þar stendur. Göfug tilraun, ég fer í kjölfarið að gera göfuga tilraun (með níðingslegum skilyrðum).

2 thoughts on “Athugasemdir og Tilvísanir”

  1. Vitleysa, þetta rifrildi var varla byrjað þegar þú ritskoðaðir allt sem ég hafði sagt á kommentakerfinu – þó ekki væri um að ræða persónulegt níð heldur einfalda athugasemd við ákveðna færslu. Já – og það að breyta annara manna athugasemdum er alveg öruglega ekki löglegt.

  2. Það hlítur að vera skylda mín sem ritstjóra að ritstýra þeim athugasemdum sem koma hingað inn. Þú hlítur að hafa gert hið sama þegar þú varst ritstjóri, stundum eru höfundar ekki sáttir við ritstjórnina. Ef þú verður einhvern tíman ósáttur við að ég breyti athugasemdum þínum þá máttu endilega fara í mál. Síðan er hýst í Washington í Bandaríkjunum og varnarþing hennar er þar.

Lokað er á athugasemdir.