Svefn og ömurlegustu draumar heims

Ég sef asnalega þessa dagana, sef illa á nóttunni en sofna á kvöldin eftir að ég kem úr vinnunni. Þetta væri hægt að laga ef ég næði að halda út án þess að sofna. Ég gæti þá sofið vel og yrði ekki þreyttur eftir vinnuna.

Það kemur samt annað inn í hvað ég sef illa og það eru ömurlegustu draumar heims. Ömurlegustu draumar heims snúast hjá mér um að stafla kössum og raða vörum, áður snerust þeir um að selja perur til heimskra viðskiptavina. Mig hefur einnig dreymt drauma um að stafla koddum og sængum, víbra steypu og margt fleira.

Þessir draumar eiga vitaskuld rætur sínar að rekja til vinnunnar. Svona kaflar í draumförum koma alltaf yfir mig þegar ég er nýbyrjaður í vinnu en hverfa svo smásaman, vonandi fer það að gerast.