Ég er búinn að fatta hvernig maður getur valdið paranoju hjá bloggurum sem þú veist að eru með teljara. Þú byrjar á að skrifa færslu með tilvísun í bloggarann, þú smellir á hlekkinn (á aðalsíðunni en ekki sérsíðu færslunnar ef henni er fyrir að fara) og ferð síðan og eyðir strax færslunni. Bloggarinn skoðar teljarann og fer síðan að reyna sjá hvað var sagt um hann en finnur ekkert. Þú gætir líka birt færsluna alltaf aftur og aftur í skamman tíma og eytt henni síðan, jafnvel fengið vini þína til að fara gera þetta líka svo fleiri IP-addressur sjáist.
Notið þessa vitneskju vel.