Könnun VR

Könnun VR á viðhorfi starfsfólks til fyrirtækisins sem það vinnur hjá er nokkuð heillandi. Fyrirtækið mitt er nokkuð fyrir ofan meðallag á þessum lista. Það kom mér svoltið á óvart að það kemur ekki há einkunn fyrir starfsanda miðað við að flestir hafa tekið mér vel. Einnig finnst mér það til marks um góðan starfsanda að í kaffitímum og mat þá sest fólk við nær hvaða borð sem er í stað þess að vera eltast við ákveðna klíku. Útlendingarnir halda sig að vísu svoltið saman (þó er það enginn regla, oft eru þeir bara með okkur hinum) en þeir eru líka þarna sameinaðir í tungumálum sínum, eldra fólk og hið yngra er einnig yfirleitt í sitt hvoru lagi. Stolt af fyrirtækinu er ekki mikið og sveigjanleiki vinnutíma er greinilega ekki mikill.

Aco Tæknival hefur ekki stolt starfsfólk og maður er hissa að starfsmenn gangi ekki með skíðagrímur, einkunn fyrir stolt er 1 af 100. Ekki sækja um vinnu hjá Fossberg (en farðu þangað að kaupa skrúfur) eða Útfaraþjónustu kirkjugarðanna sem fá aðeins 7% í starfsanda.