Mér þykir að vissu leyti afar ánægjulegt að Sigurður Kári skuli hafa komist að sem Alþingismaður, maðurinn á hægt rólega eftir að niðurlægja flokkinn sinn með framgöngu sinni, er í raun þegar byrjaður á því. Þessa daganna er hann sendur í fjölmiðla að tala um varnarsamninginn og stendur sig í samræmi við andlega burði.
Að vísu sé ég ekki hvernig hægt er að verja það hvernig ríkisstjórnir Davíðs hafa staðið sig í þessu máli, í stað þess að bregðast við því að herinn sé á leiðinni burt hafa þeir hunsað málið og vonað að þeir geti betlað aðeins meiri tíma.
Það sem er stórundarlegt er að fjölmiðlar skuli í alvörunni fjalla um hugmyndir Björns Bjarnasonar um íslenskan her í stað þess að spyrja spurningarinnar: „Hvernig komst maður með svona geggjaðar hugmyndir í ráðherrastól?“