Foo Fighters

Það er ljóst að maður verður að fara á Foo Fighters í ágúst.

Snögg yfirferð leiðir þó í ljós að ég virðist eiga að vera á kvöldvakt þá vikuna. Á morgun mun ég byrja leit mína að einhverjum vinnufélaga sem hefur ekki áhuga á FF og vill skipta á vakt. Kaupi miða hvort sem ég verð búinn að redda þessu eða ekki. Klukkan hvað ætli tónleikarnir byrji? Ef tónleikarnir byrja seint þá er alltaf séns á að komast úr vinnunni á tónleikana, maður er alltaf svo hress eftir vakt í kælinum að það ætti ekki að vera mál.

Vegna fyrri reynslu munu miðar verða keyptir í stúku ef hægt er, það að hafa kærustu sem er innan við 160 cm á hæð með sér í þrönginni er ekki gott.

Leave a Reply