Takandi í RSS

Ég tók mig til og opnaði dyrnar, dyrnar að rss. Ekki það að ég viti nokkuð um það en ég náði að koma þeim sem eru innan Kaninkunnar og nota MT inn á RSS-yfirlitið hér við hliðina. Ég bætti líka Neil Gaiman þarna inn. Þetta er ekki gallalaust, í fyrsta lagi fara meðlimir Kaninkunnar á toppinn (veit ekki af hverju en það er kannski bara gott og til þess gert að sýna að við erum best) og síðan er Neil Gaiman þarna einhvers staðar niðri með einhverja gamla færslu (það er líklega vandamál hans megin).

Ég var annars að láta mér detta í hug að prufa svoltið, kannski að það virki. Nú er bara spurningin hvort blogger búi ekki sjálfur til RSS eða hvort það sé eitthvað spes sem þarf til að koma til svo ég get bætt öðrum inn.

!!Uppfært!!
Mér sýnist meðlimir Kaninku fara eðlilega niður á við, sjáum hvort það lagist ekki bara að sjálfu sér (ég hef afar lítinn skilning á því hvernig þetta virkar í raun). Ég bætti inn Badabing sem er starfsmaður ákveðins fréttablaðs og getur verið skemmtilegur, hann er líka góður maður því hann er hrifinn af Duran Duran og vísaði einu sinni á mig (hjá honum hét ég “einhver Óli”).

Mér sýnist að ég get ekki bætt við neinum sem nota blogger (nema þeir noti blogger pro en ég veit ekki um neinn sem gerir það), það er leiðinlegt því þar fara Sverrir Páll, Hjördís, Steinunn og fjöldi annara.