Vel heppnuð samsetning

Ægilega finnst mér þessi samsetning á myndum hjá Mogganum vel heppnuð, það er næstum einsog það hafi náðst myndir af símtalinu. Ég sé fyrir mér Berlusconi segja: “Æji, ég meinti þetta nú ekki. Hann særði tilfinningar mínar og þú veist hvernig ég verð þegar einhver særir mig, ég bara verð að særa líka. Ég er svo lítill inní mér.” Schröder er hálf tregur til að samþykkja en gerir það samt því hann veit að Ítalinn er aumingi sem ekki getur borið ábyrgð á eigin gerðum (samanber lagasetningum sem veita honum friðhelgi meðan hann situr á ráðherrastóli).