Ég hef hatað orðið Mexíkói frá því ég heyrði það fyrst, það var árið 1994 þegar heimsmeistarakeppnin í fótbolta var í BNA. Í gær var ég síðan að reyna að tala um mann frá Marokkó, orðskrýpið Mexíkói leiðir mann til þess að kalla greyðið Marokkóa. Þannig að nú get ég spjallað um Marokkóann, þessi Marokkói er afskaplega óheppinn með þetta. Marokkóar hingað og þangað.