Þrír lögreglubílar

Á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar voru þrír lögreglubílar. Enginn umferð fékk að fara vestur Miklubraut þarna, umferðin leidd annað. Fyrir umferðinni var einn bíll sem sneri öfugt. Lögreglumenn voru eitthvað að vesenast þarna en ég veit ekkert hvað var á seyði. Þeir voru að mæla vegalengdir einsog um slys hafi verið um að ræða en þarna var enginn annar bíll ef einhver gangandi vegfarandi varð fyrir bíl þá var búið að færa hann á sjúkrahús.

Aðalástæðan fyrir að mér finnst þetta áhugavert er vegna þess að það þurfti heila þrjá lögreglubíla með blikkljós á fullu, haug af lögreglumönnum og síðan varð að stoppa umferðina. Ég hefði haldið að venjulegt slys þyrfti ekki nema svona einn til tvo lögreglubíla og það þyrfti ekki að stoppa umferðina svona lengi.